Til að opna gluggann Fjárhagur í glugganum Bókhaldslykill er smellt á Tengdar upplýsingar, Staða, Fjárhagur. Glugginn sýnir samantekt af öllum debet- og kreditstöðum fyrir alla reikningana í bókhaldslyklinum á því tímabili sem var valið.

Í reitnum Lokunarfærslur er hægt að velja hvort sú staða sem er sýnd taki með lokunarfærslur.

Hægt er að velja mismunandi tímabil í reitnum Skoða eftir. Reikningstímabil eru sett upp í töflunni Reikningstímabil.

Ef gátmerki er sett í reitinn Debet & kredit samtals mun heildarsumma beggja birtast.

Í reitnum Skoða sem er hægt að velja einn af eftirfarandi kostum til að ákvarða hvers konar upphæð er sýnd í dálkunum: Hreyfing eða Staða til dags.

Aðgerðin Hreyfing sýnir breytingu á upphæðum á hverju tímabili fyrir sig.

Aðgerðin Staða til dags. sýnir upphæðir eins og þær voru síðasta dag á hverju tímabili.

Einnig er hægt að færa inn víddargildin sem kerfið notar við afmörkun upplýsinganna í glugganum. Frekari upplýsingar um víddir eru í Vídd.

Í dálkunum í glugganum eru eftirfarandi upplýsingar:

Súla Lýsing

Nr.

Þessi reitur sýnir númer þess fjárhagsreiknings sem er í línunni.

Heiti

Þessi reitur sýnir heiti þess fjárhagsreiknings sem er í línunni.

Rekstur/efnahagur

Þessi reitur sýnir hvort reikningur tilheyri rekstrarreikningi eða efnahagsreikningi.

Debetupphæð

Þessi dálkur sýnir debetupphæð fyrir reikninginn.

Kreditupphæð

Þessi dálkur sýnir kreditupphæð fyrir reikninginn.

Sjá einnig